Örn KE 13 í Krossanesi

1012. Örn KE 13 ex Örn SK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér liggur loðnuskipið Örn KE 13 við bryggju í Krosssanesi um árið að lokinni löndun. Örn var upphaflega RE 1 og gerður út af Hinu almenna fiskveiðifélagi hf. í Reykjavík sem lét smíða hann í Noregi og kom hann til landsins í ágústmánuði árið … Halda áfram að lesa Örn KE 13 í Krossanesi

Jóhanna Gísladóttir GK 357

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Jón Steinar 2025. Jón Steinar tók þessa myndasyrpu í dag þegar Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom af Austfjarðarmiðum til Grindavíkur úr síðasta túr fyrir jól. Aflinn var um 180 kör sem gerir um 57 tonn og var uppistaðan í aflanum þorskur. Það voru austan 12 … Halda áfram að lesa Jóhanna Gísladóttir GK 357

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hér gefur að líta Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við bryggju í heimahöfn sinni Akureyri. Jólaserían komin upp fyrir nokkrum dögum en myndin var tekin síðdegis í dag og ekki var vindinum fyrir að fara við pollinn. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Árbakur EA 5

2154. Árbakur EA 5 ex Árbakur EA 308. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skuttogarinn Árbakur EA 5 leggur hér upp í veiðiferð frá Akureyri um árið. Árbakur, sem áður hét Natsek, var smíðaður fyrir Grænlendinga árið 1980 hjá Örskov Christensens Staalskibsvært A/S, Frederikshavn í Danmörku, og var smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Skipið var hannað af Nordvestconsult A/S og smíðað … Halda áfram að lesa Árbakur EA 5

Brimir ÞH 10

2155. Brimir ÞH 10 ex Sléttunúpur ÞH 273. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rækjutogarinn Brimir ÞH 10 kemur hér að landi á Húsavík um árið en hann var 34,75 metrar að lengd, smíðaður í Danmörku 1979. Togarinn var smíðaður fyrir Grænlendinga og hét upphaflega hét Nataarnaq og síðar Niisa. Árið 1991 var togarinn keyptur til Íslands og kom til Ísafjarðar á … Halda áfram að lesa Brimir ÞH 10