Marietje Marsilla kom í morgun

IMO 9458248. Marietje Marsilla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024 Hollenska flutningaskipið Marietje Marsilla kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Marietje Marsilla er með heimahöfn í Delfzijl og var smíðað í Hollandi árið 2010. Skipið er 5,418 GT að stærð, lengd þess er 126 metrar og breiddin 14 metrar. IMO 9458248. Marietje … Halda áfram að lesa Marietje Marsilla kom í morgun

Sólberg ÓF 1 kom í Krossanes

2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 kom að landi í Krossanesi í dag en hann fer yfirleitt þangað í lok veiðiferðar til olíutöku áður en haldið er til Siglafjarðar og landað.  Sólberg ÓF 1 kom nýr til landsins í maí mánuði árið 2017 en hann var smíðaður fyrir Ramma … Halda áfram að lesa Sólberg ÓF 1 kom í Krossanes

Áskell ÞH 48

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Togskipið Áskell ÞH 48 kom til löndunar í Hafnarfirði í hádeginu í dag og þá voru þessar myndir teknar. Það er Gjögur hf. sem gerir Áskel en hann er í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og þar af tvö fyrir Gjögur hf., … Halda áfram að lesa Áskell ÞH 48

Sturla kom til löndunar í morgun

2444. Sturla GK 12 ex Smáey VE 444. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Togbáturinn Sturla GK 12 frá Grindavík kom inn til löndunar í Hafnarfirði í morgun. Þorbjörn hf. keypti skipið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum árið 2020.  Það var smíða í Póllandi árið 2007 fyrir Berg-Huginn ehf. og fékk nafnið Vestmannaey VE 444 en Eftir að ný … Halda áfram að lesa Sturla kom til löndunar í morgun

Indriði Kristins og Séra Árni

2394. Séra Árni GK 135 ex Birta Dís GK 135 - 3007. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiparsson 2024. Hér gefur að líta Cleopötrur tvær í Sandgerðishöfn í gær á fyrsta degi strandveiða í ár. Línubáturinn Indriði Kristins BA 751 við bryggju og strandveiðibáturinn Séra Árni GK 135 siglir hjá, er á leið í … Halda áfram að lesa Indriði Kristins og Séra Árni

Pálína Þórunn GK 49

2449. Pálína Þórunn GK 49 ex Steinunn SF 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Togskipið Pálína Þórunn GK kom að landi í Sandgerði í morgun og ekki annað að sjá en að vel hafi fiskast. Pálína Þórunn GK 49 hét áður Steinunn SF 10 en Nesfiskur hf. keypti hana af Skinney-Þinganesi hf. árið 2019. Pálína Þórunn … Halda áfram að lesa Pálína Þórunn GK 49